Skaðabótaréttur
þinn bótaréttur
Almennt
Skaðabótaréttur snýst í meginatriðum um líkamstjón, bæði fjárhagslegt og ófjárhagslegt. Skaðabótaréttur er alltaf réttur til peningagreiðslu. Sérkennið er því að verðmæti hafa farið forgörðum og álitaefnið snýst því almennt um það hver eigi að bera tjónið. Hlutverk skaðabótareglna er tvíþætt, þ.e. bótahlutverk og varnaðarhlutverk. Hvað fyrrnefnda hlutverkið varðar þá á tjónþoli á að verða eins settur fjárhagslega og ef tjónið hefði ekki orðið. Varnaðaráhrifin eiga eðli máls samkvæmt að verða til þess að sá sem veldur tjóni og þarf að greiða skaðabætur muni breyta háttsemi sinni þannig að hann forðist í framtíðinni að valda tjóni. Skaðabótareglur hafa þannig bæði almenn og sérstök varnaðaráhrif. Vátryggingaréttur tengist skaðabótarétti en um gagnvirk tengsl er að ræða. Tilvist ábyrgðartrygginga getur haft áhrif á mat á skaðabótaábyrgð, sbr. II. kafli skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá geta greiðslur úr vátryggingum leitt til lækkunar skaðabótakrafna. Bótakerfi félagsmálaréttar, einkum almannatrygginga og lífeyrissjóða, greiðir umtalsverðan hluta bóta vegna líkamstjóns. Meginregla skaðabótaréttar um eigin sök leiðir til þess að réttur til skaðabóta skerðist. Oftast er það með þeim hætti að sök tjónþola er metin við sök þess sem tjóninu veldur eða ábyrgð þess sem bótaskyldur er. Leiðir eigin sök oftast til hlutfallslegrar skiptingar tjónsins en fátítt er að hún leiði til þess að tjónþoli missi alveg rétt til skaðabóta.
Álitaefnið í skaðabótarétti snýr yfirleitt að því hvort tjónþoli eigi rétt til skaðabóta og ef svo er, hve háar þær eigi að vera. Af því leiðir að skoða þarf málavexti, eins nákvæmlega og mögulegt er. Það er því lykilatriði að fá allar upplýsingar um málið frá tjónþola og öðrum aðilum.
Það er mikilvægt fyrir tjónþola að leita ráða hjá sérfræðingum sem veitt geta upplýsingar um rétt hans og þau úrræði sem standa honum til boða. Tilkynna þarf slys sem fyrst til þess að tryggja að bótaréttur glatist ekki vegna fyrningar. Ákveðnar upplýsingar þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að meta málið heildstætt og ákveða næstu skref. Slík gögn eru t.d. lögregluskýrsla og upplýsingar frá læknum og/eða öðrum meðferðaraðilum. Á ákveðnum tímapunkti er síðan hægt að meta þær afleiðingar sem slysið hefur haft á tjónþola og senda í framhaldinu bótakröfu sem byggir á þeim grundvelli.
Ferlið í skaðabóta- og slysamálum
Fyrsta viðtal er alltaf án endurgjalds. Í fyrsta viðtali förum við yfir málavexti og ef þú vilt að við tökum málið þitt að okkur, þá fáum við umboð þar að lútandi frá þér.
Hefur verið tilkynnt um slysið?
Það fyrsta sem þarf að skoðast í hverju tilviki fyrir sig er hvort tilkynnt hafi verið um slysið til þar til bærra aðila. Ef það hefur ekki verið gert, þá þarf að gera það.
Gagnaöflun
Við þurfum að fá öll gögn í málinu. Í því felst meðal annars að fá viðeigandi vottorð og skýrslur, í raun allt sem varpað getur ljósi á málavexti.
Bótaskylda?
Kanna þarf hvar bótaskyldan liggur í málinu. Hafa þarf samband við viðeigandi aðila og óska eftir því að viðkomandi taki afstöðu til bótaskyldu í málinu. Í framhaldinu er hægt að óska eftir endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna viðkomandi atviks.
Stöðugleikapunktur og matsferli
Eftir að stöðugleikapunkti hefur verið náð, alla jafna c.a. 12 mánuðum eftir að viðkomandi atvik átti sér stað er bókaður tími hjá lækni og lögfræðingi sem sjá um að meta hvort sá sem fyrir tjóninu varð búi við varanlegar afleiðingar vegna tjónsins. Matsferlið getur tekið nokkra mánuði.
Bótakrafa og uppgjör
Í flestum málum ná aðilar samkomulagi um bótagreiðslu. Í þeim tilvikum sem samkomulag næst ekki þarf að höfða mál fyrir dómstólum og er það þá gert af lögmönnum sem við erum í samstarfi við.
Ráðgjöf
Það er alltaf gott að leita sér ráðgjafar varðandi bótarétt.
Umferðarslys, vinnuslys, hjólaslys, sjóslys, frítímaslys og íþróttaslys og fl.
Það er hjálplegt að ræða málin og skilgreina möguleg álitamál sem gætu komið upp.
Niðurstaðan
Hafðu samband við mig. Við setjumst niður, förum yfir málið þitt og ákveðum næstu skref í sameiningu.
skrifstofutímar
Alla virka daga frá – 09:00 til 17:00.
Bóka þarf tíma með tölvupósti.
FBG ráðgjöf ehf.
kt.: 450917-0440
Vsk.: 129215
Hafa samband
Heimilisfang: Stekkjarbakki 6
Sími: 779-0900
Netfang: fbg@fbg.is