Skattaréttur

Ráðgjöf í skattarétti

Almennt

Íslensk löggjöf um skatta er síbreytileg. Á hverju ári gefur Ríkisskattstjóri t.d. út nýtt skattmat til launagreiðenda vegna tekna manna. Í skattmatinu er að finna reglur sem gilda um mat á hlunnindum til tekna og kostnað sem nota má til frádráttar frá tekjum vegna tekjuársins, sbr. 118. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt (tskl.), með áorðnum breytingum, sbr. og A-lið 1. mgr. 30. gr. þeirra laga og ákvæði c-liðar 6. gr. reglugerðar nr. 1300/2021 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. 

Skattmatið gildir um hvern þann sem nýtur hlunninda eða gæða, sem telja ber til tekna skv. 7. gr. tskl., óháð starfssambandi milli þess sem lætur hlunnindi af hendi og þess sem þeirra nýtur.   

Við veitum ráðgjöf á sviði skattaréttar til bæði einstaklinga og fyrirtækja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju í skattamálum, sérstaklega hvað lögaðila varðar. Regluverkið í kringum skatta er bæði viðamikið og síbreytilegt og háð túlkun. Það er því gott að vera með góðan skattaráðgjafa í sínu horni. Þannig má tryggja lögfylgni og lágmörkun áhættu.   

Ráðgjöf

N

Það er alltaf gott að leita sér ráðgjafar varðandi skattaleg málefni.

N

Grundvallaratriði er að leita ráðgjafar áður en allt er komið í skrúfuna.

N

Það er hjálplegt að ræða málin og skilgreina möguleg álitamál sem gætu komið upp.

Niðurstaðan

Hafðu samband við okkur. Við setjumst niður og förum yfir stöðuna.

skrifstofutímar

Alla virka daga frá – 09:00 til 17:00.

Bóka þarf tíma með tölvupósti.

FBG ráðgjöf ehf.

kt.: 450917-0440 

Vsk.: 129215

Hafa samband

Heimilisfang: Stekkjarbakki 6

Sími: 779-0900

Netfang: fbg@fbg.is

Copyright © 2026 FBG ráðgjöf ehf. Allur réttur áskilinn.